Hér erum við með hinn fullkomna helgarrétt beint úr smiðju Lindu Ben. Það gerist vart betra og ætti að gleðja alla sem elska góðan mat.
Grænmetis„gúllas“ með kartöflumús
- 2 msk ólífuolía
- 1 laukur
- 250 g sveppir
- 2-3 gulrætur
- 1 rauð paprika
- 2-3 hvítlauksgeirar
- 1 dós hakkaðir tómatar
- 1-2 dl rauðvín
- 2 dl vatn
- grænmetiskraftur
- ¼ tsk timían
- ¼ tsk óreganó
- ½ paprikukrydd
- salt og pipar
Aðferð:
- Skerið laukinn niður smátt, setjið ólífuolíu á pönnu og steikið laukinn.
- Skerið sveppina og gulræturnar í sneiðar og bætið út á pönnuna og steikið.
- Skerið paprikuna niður smátt og bætið henni á pönnuna.
- Rífið hvítlauksgeirana út á pönnuna og steikið mjög létt, bætið hökkuðu tómötunum út á.
- Hellið rauðvíninu út á ásamt vatni og grænmetiskrafti, timían, óreganó, paprikukryddi, salti og pipar. Leyfið öllu að malla á pönnunni við væga suðu í 10-15 mín með lokið á pönnunni, hrærið í reglulega.
- Berið fram með kartöflumús.