Pizza Hut kynnir botnlausa pítsu

Pizza Hut kynnir botnlausa pítsu - eða ostafyllta skorpu, réttara …
Pizza Hut kynnir botnlausa pítsu - eða ostafyllta skorpu, réttara sagt. mbl.is/Pizza Hut

Fyrsta botnlausa pítsan hefur litið dagsins ljós og það í boði Pizza Hut. Í raun er ekki hægt að kalla þetta pítsu, því það vantar allt nema kantinn á bökuna.

Pítsurisinn kynnti nýverið „Nothing But Stuffed Crust“, sem er eins og nafnið gefur til kynna fyllt skorpa án pítsunnar í miðjunni. Ostafylltu endarnir komu fyrst á markað hjá fyrirtækinu árið 1995, fyrir 25 árum, og því er um nokkurs konar afmælisútgáfu að ræða. Og hér ertu að fá gullinbrúna skorpu, fyllta með heitum osti sem enginn pítsuaðdáandi slær hendinni á móti, en eins og er er einungis hægt að fá skorpuhring í Bandaríkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert