Alræmdir bræður opna pítsustað í Garðabæ

Bræðurn­ir Ágúst Arn­ar Ágústs­son (t.v.) og Ein­ar Ágústs­son.
Bræðurn­ir Ágúst Arn­ar Ágústs­son (t.v.) og Ein­ar Ágústs­son. Samsett mynd.

Bræðurnir Einar Ágústsson og Ágúst Arnar Ágústsson, sem jafnan eru kenndir við trúfélagið Zuism eða hópfjármögnunarsíðuna Kickstarter, hafa opnað pítsustaðinn Slæs í Garðabæ.

Félagið Megn ehf. er skráð fyrir vefsíðu Slæs en félagið er í eigu Einars sem einnig er stjórnarmaður. Ágúst Arnar er varamaður í stjórn. Fréttablaðið greindi fyrst frá.

Bræðurnir hafa verið duglegir að rata í fjölmiðla vegna viðskiptaævintýra síðastliðin ár. Fyrst vegna hópfjármögnunar á síðunni Kickstarter en henni var hætt eftir að sérstakur saksóknari hóf rannsókn á bræðrunum. Einar var sakfelldur fyrir að svíkja um 74 milljónir af fjórum einstaklingum árið 2017.

Bræðurnir voru báðir ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við starfsemi trúfélagsins Zuism en þeir neituðu báðir sök við þingfestingu málsins í desember á síðasta ári.

Bræðurn­ir eru sagðir hafa „styrkt og hag­nýtt sér þá röngu hug­mynd starfs­manna ís­lenskra stjórn­valda að trú­fé­lagið Zuism upp­fyllti skil­yrði fyr­ir skrán­ingu trú­fé­lags sam­kvæmt lög­um nr. 108/​​1999, um skráð trú­fé­lög og lífs­skoðun­ar­fé­lög“.

Þannig hafi þeir fengið greidd­ar 84,7 millj­ón­ir króna úr rík­is­sjóði í formi sókn­ar­gjalda, en fjár­mun­irn­ir voru meðal ann­ars notaðir í eig­in þágu þeirra, til vöru- og þjón­ustu­kaupa, svo sem hjá veit­inga­hús­um, áfeng­is­versl­un­um, eldsneyt­is­stöðvum, mat­vöru­versl­un­um og fjar­skipta­fyr­ir­tækj­um svo og vegna ferðakostnaðar.

Tölvuteiknuð mynd af musterinu sem Zúistar vildu byggja.
Tölvuteiknuð mynd af musterinu sem Zúistar vildu byggja. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is