Lúxuslax sem klikkar ekki

Ljósmynd/Linda Ben

Hér erum við með dásamlegan rétt sem er einstaklega bragðgóður enda fátt betra en góður fiskur í upphafi viku.

Það er Linda Ben. sem á þessa uppskrift og hún klikkar ekki frekar en fyrri daginn.

Lax í mangó chutney

 • 1 msk. ólífuolía
 • 700 g lax (eða það magn sem hentar)
 • 400 g kartöflur
 • 4 msk. kúfaðar mangó chutney
 • 1 hvítlauksrif
 • ½ dl möndlur
 • salt og pipar
 • klettasalat

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.
 2. Skrælið kartöflurnar og skerið í strimla.
 3. Smyrjið eldfast mót eða bakka með ólífuolíu og setjið kartöflurnar á bakkann, kryddið með salti og pipar, setjið inn í ofn á meðan laxinn er útbúinn.
 4. Setjið mangó chutney í skál og rífið hvítlauksrifið út í og kryddið með salti og pipar.
 5. Skolið laxabitana og sjáið hvort það séu nokkuð bein sem þarf að fjarlægja.
 6. Saxið möndlurnar.
 7. Þegar kartöflurnar hafa verið inni í ofni í u.þ.b. 10 mín. takið þær þá út úr ofninum og bætið laxinum á bakkann. Smyrjið laxinn vel með mangó chutney og dreifið möndunum yfir.
 8. Bakið inni í ofni í 15-20 mín en tíminn fer eftir þykkt laxins.
 9. Berið fram með klettasalati.
Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is