Ný viðbót í eldhúslínu Former

Hér má sjá hilluna VERA sem landsmenn halda ekki vatni …
Hér má sjá hilluna VERA sem landsmenn halda ekki vatni yfir. mbl.is/Lára Gunnarsdóttir

Íslensk hönnun – já takk! Former kynnti nú á dögunum splunkunýjan rekka í eldhúsið, sem er falleg viðbót í vörulínuna VERU.

Við fögnum því sannarlega að sjá glæsta íslenska hönnun í eldhúsið, en við sögðum ykkur nýverið frá hillunni sem landinn heldur ekki vatni yfir – sjá nánar HÉR. Það er hönnunartvíeykið Former sem á heiðurinn af hönnun vörulínunnar VERU og kynnti á dögunum nýja glæsilega viðbót í vörulínuna sem enginn má láta framhjá sér fara. VERU-rekki hefur nú litið dagsins ljós og er önnur tveggja nýjunga í vörulínunni. Rekkinn er fullkominn fyrir eldhúsáhöld, glös eða uppskriftabækur svo eitthvað sé nefnt og kemur í sölu í febrúar.

Former kynnti á dögunum nýjan rekka í eldhúsið. Hér má …
Former kynnti á dögunum nýjan rekka í eldhúsið. Hér má sjá tölvuteikningu af nýju vörunni. mbl.is/Former
Rekkinn er hluti af vörulínunni VERA.
Rekkinn er hluti af vörulínunni VERA. mbl.is/Former
mbl.is/Former
mbl.is