Veitingahúsaeigandi gagnrýnir eigin matseðil

Feigang Fei er eigandi staðarins Aunt Dai – en hann …
Feigang Fei er eigandi staðarins Aunt Dai – en hann skrifar einkar hreinskilin meðmæli á matseðilinn. Mbl.is/Cuisine Aunt Dai

Við kjósum öll heiðarlega gagnrýni er við skoðum ný veitingahús og skoðum umsagnir frá öðrum. Og það er mjög ólíklegt að grimmileg gagnrýni berist frá eiganda staðarins – eða hvað?

Í Montréal í Kanada er veitingastaðinn Aunt Dai að finna. Eigandi staðarins er maður að nafni Feigang Fei sem hefur gert skrifleg ummæli á hvern og einn rétt á matseðli. Hann skrifar til dæmis við appelsínu-nautið: „Rétturinn er ekki það góður og það er á þína ábyrgð ef þú pantar hann.“ Jafnframt segist hann ekki vera aðdáandi Imperial Rolls og að Singapore-núðlurnar séu öruggt val vegna þess að þær eru huldar karrýbragði, sem sé þó ekki svo bragðgott. Og um réttinn Satay Sauce Beef, segir hann réttinn vera nýjan á matseðli og hafi ekki haft tækifæri til að prófa hann enn þá.

Það var fastakúnni staðarins sem deildi matseðlinum á samfélagsmiðlum sem fékk gríðarleg viðbrögð. Einhver sagðist vilja sjá Feigang Fei skrifa gagnrýni við meira en matseðilinn – því skrif hans væru frábær. Og eftir alla þessa athygli hefur gestum fjölgað til muna á Aunt Dai, enda stórkostlegur matseðill sem gaman væri að glugga í.

Mbl.is/Cuisine Aunt Dai
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert