Iceland kynnir Joey Tribbiani-pítsu

Karakterinn Joey Tribbiani úr sjónvarpsþáttunum Friends, var sólginn í pítsur. …
Karakterinn Joey Tribbiani úr sjónvarpsþáttunum Friends, var sólginn í pítsur. Og nú fást pítsur honum til heiðurs! Mbl.is/ NBC_Iceland

Stórmarkaðsrisinn Iceland hefur sett á markað nýja pítsu til heiðurs karakternum Joey Tribbiani úr sjónvarpsþáttaröðinni Friends, sem margir landsmenn ættu að kannast við.

Allir aðdáendur Friends-þáttanna vita hversu mikið Joey elskar mat – og þá sérstaklega pítsur. Því hefur verslunarkeðjan Iceland í Bretlandi kynnt nýja pítsu í verslunum sínum sem Joey myndi alls ekki láta fram hjá sér fara. Bakan hefur hvorki meira né minna en tvo þunna pítsubotna og þekkist sem „Joey special“.

Áleggið er ekki af verri endanum, því þú getur valið á milli pepperónípítsu með tómötum og chilisósu ásamt mozzarella og míníbeikoni eða BBQ-kjúklinga- og beikonböku sem er hulin cheddar og rauðum osti. Í fréttatilkynningu Iceland segir: „Aðdáendur vinsælustu sjónvarpsþáttanna, Friends, geta nú nært sinn innri Tribbiani með ítalskri matargerð – pítsu.“

mbl.is/Iceland
mbl.is