Svaðalegasti ísréttur síðari ára til sölu í takmarkaðan tíma

Ljósmynd/Omnom

Ein magnaðasta ísbúð landsins - ísbúð Omnom - kynnir til sögunnar kyngimagnaðan nýjan ísrétt í tilefni Bóndadagsins og verður hann fáanlegur til og með 21. febrúar.

Um er að ræða karamellusúkkulaðidöðluklísturköku með saltaðri vanillukaramellusósu en hún sækir innblástur í hinn klassíska enska eftirrétt, Sticky Toffee Pudding. Hér er á ferðinni sannkallað sálarfæði sem getur svo sannarlega yljað manni um hjartaræturnar á frostdögum sem þessum.

Ísrétturinn inniheldur:

  • Djúsí döðlukaka með dökku 70% Tansaníu súkkulaði
  • Söltuð vanillukaramellusósa
  • Súkkulaðikökumulningur
  • Sea Salted Toffee súkkulaðispænir
  • Ferskur mjúkís

Þessi einstaki ísréttur verður á boðstólnum frá og með 22. janúar til 21. febrúar.

Ljósmynd/Omnom
mbl.is