Auglýsa eftir sælgætissmökkurum til starfa

Hér kynnum við til leiks splunkunýtt orð í íslenskri tungu en fyrirtækið Candy Funhouse auglýsir nú eftir sælgætissmökkurum í bæði fullt starf og hlutastörf til að vinna að þróun sælgætis hjá fyrirtækinu.

Búast má við töluverðum fjölda umsókna og skyldi engan undra. Eini gallinn á gjöf njarðar er að fyrirtækið er staðsett í Kanada en það þarf ekki að skilgreinast sem óyfirstíganleg hindrun.

Hægt er að sækja um starf á vef fyrirtækisins sem hægt er að nálgast HÉR.

Nammi hlaup sælgæti
Nammi hlaup sælgæti mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is