Játar að hafa logið í viðtali við Architectual Digest

Ljósmynd/skjáskot AD

Þetta hljómar mjög alvarlega en er í raun með betri sögum sem heyrst hafa. Leikkonan Dakota Johnson var í viðtali við hið virta tímarit Architectual Digest þar sem hún sýndi heimili sitt. Um er að ræða myndband þar sem viðmælandi gengur um heimili sitt og sýnir áhorfendum það.

Eldhús Dakota er um margt óvenjulegt því það er fallega grænt og hefur vakið gríðarlega athygli eins og við höfum áður sagt ykkur frá hér á matarvefnum.

Eins sagðist Dakota elska límónur enda voru skálar fullar af ávextinum á eldhúsbekknum sem pössuðu einkar vel við innréttinguna. Allt hljómaði þetta fullkomlega eðlilega enda mátti draga þá ályktun að hún hefði valið að mála eldhúsið í sama lit og uppáhaldsávöxtinn.

Í vikunni játaði Dakota svo í viðtali við spjallþáttastjórnandann Jimmy Kimmel að hún hefði logið. Í reynd væri henni afar illa við ávöxtinn og hefði ofnæmi fyrir honum.

Hún sagðist ekki hafa vitað af límónuskálunum í eldhúsinu þegar upptökurnar fóru fram og til að útskýra þær greip hún til þess ráðs að ljúga í stað þess að játa að einhver stílisti hefði stillt þeim þar upp.

Netverjar hafa farið mikinn út af málinu undanfarna daga og meira að segja Architectual Digest hoppað á twitter-vagninn og gert grín að þessu öllu saman  enda góð saga.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mblmbl.is