Kannabisdrykkur rýkur úr verslun drottningarinnar

Breska drottningin rekur bændamarkað sem selur heilsudrykki sem innihalda kannabis.
Breska drottningin rekur bændamarkað sem selur heilsudrykki sem innihalda kannabis. mbl.is/PA

Við leggum ekki meira á ykkur, en heilsudrykkur sem inniheldur kannabis flýgur úr hillum búðarinnar Queen's farm shop í Windsor.

Drykkurinn kallast TRIP og inniheldur 15 mg af cannabinoid, betur þekkt sem CBD, og kostar litlar 400 krónur í hinni konunglegu verslun í Windsor. Drykkurinn kemur með ferskju- og engiferbragði og er sagður veita huganum skýrleika og jafnvægi í líkama. TRIP þykir sérkennilegur drykkur fyrir bændaverslun sem þessa, sérstaklega þar sem hún er rekin af drottningunni sjálfri, en fólk sankar að sér sjö til átta dósum í hvert sinn er það kaupir. Bændamarkaðurinn er einn af fjölmörgum seljendum drykkjarins, en hann má einnig finna í verslunum Selfridges, Planet Organic, Harvey Nichols, Daylesford Farm og Equinox.

CBD nýtur mikilla vinsælda í Bretlandi þessa dagana og má finna ýmist í kaffi, verkjageli, gini, hummus og ís, svo eitthvað sé nefnt. TRIP var stofnað árið 2019 af Daniel og Oliviu Ferdi, eftir að Dan hlaut meiðsli og þurfti aðgerð á hné nokkrum vikum fyrir brúðkaup þeirra. Hann prófaði CBD-olíu til endurhæfingar og fann verulegan mun á verkjum og bólgum, og svefninn varð langtum betri. Hann dansaði hækjulaus í brúðkaupinu sínu og þakkar það efninu. Eftir það fóru þau hjónin að þróa drykkinn, sem hefur hlotið gífurlegar vinsældir þar í landi.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Drykkurinn Trip inniheldur kannabis og rokselst úr verslunum þar ytra.
Drykkurinn Trip inniheldur kannabis og rokselst úr verslunum þar ytra. mbl.is/Trip
mbl.is/Trip
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert