Íslensk framleiðsla - fallegt hringlótt borð á fæti frá Vigt. Borðplatan er klædd með linoleum að ofan og neðan, og kanturinn er úr olíuborinni eik. Fáanlegt í þremur stærðum og þremur litum, svörtu, ljósu og dökkbrúnu. Snúningsbakkinn ofan á borðinu er einnig framleiðsla frá Vigt.
Mbl.is/Vigt.is
Hringlaga borð eru smart og móðins og fást í ótal útfærslum. Við fórum í búðarölt á netinu og tókum stöðuna á því sem er til í verslunum hér heima – og nóg er úrvalið.