Auðveldasta uppskrift í heimi

Auðveldasta uppskrift í heimi að sögn næringaráðgjafans Tayla.
Auðveldasta uppskrift í heimi að sögn næringaráðgjafans Tayla. Mbl.is/taylabubeck_ /Instagram

Hér er á ferðinni auðveldasta frittata-uppskrift í heimi að sögn næringaráðgjafans Taylu Bubeck, sem segir uppskriftina innihalda örfá hráefni og sé holl og góð.

Tayla er frá Ástralíu og deildi uppskriftinni á instagramsíðu sinni, þar sem hún skrifar jafnframt undir að rétturinn smakkist mun betur en hann myndast. Tayla mælir með að skera réttinn niður í hæfilega skammta og setja í frysti til að eiga.

Auðveldasta uppskrift í heimi

  • 1 laukur
  • Þrjár handfyllir af kirsuberjatómötum
  • Þrjár handfyllir af sveppum, skornum í skífur
  • 8-9 eggjahvítur, þeyttar
  • parmesanostur

Aðferð:

  1. Saxið grænmetið niður og leggið á bökunarpappír á bökunarplötu.
  2. Hellið pískuðum eggjahvítum yfir þannig að þær þeki alla plötuna.
  3. Saltið og piprið og stráið parmesanosti yfir.
  4. Bakið í ofni á 160 gráðum í 40 mínútur þar til gyllt á toppnum.
Öllu skellt saman og inn í ofn.
Öllu skellt saman og inn í ofn. Mbl.is/taylabubeck_ /Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert