Má frysta sítrónur?

Sítrónur eru fullar af vítamínum fyrir utan að vera fullkomnar í svalandi drykki. En má frysta sítrónur?

Sítrónur eru frábærar í matargerð sem og í heimilisþrifin. En sítrónur, sem og svo margir aðrir ávextir, eiga það til að skemmast fljótt í ísskáp. Þá er gott ráð að frysta sítrónuna ef þú sérð ekki fram á að nota ávöxtinn í stað þess að láta hann skemmast.

Svona frystir þú sítrónur

  • Settu sítrónuna í poka sem hægt er að loka, helst „ziplock“. Sjáið til þess að allt loft fari úr pokanum.
  • Settu pokann í frysti. Það tekur um tvo tíma upp í sólarhring fyrir sítrónuna að ná frosti.
  • Til að affrysta sítrónuna skaltu láta hana liggja í tíu mínútur í köldu vatni.
Sítrónur eru tilvaldar í klakabox.
Sítrónur eru tilvaldar í klakabox. Mbl.is/Getty
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert