Meðlætið sem passar með öllum mat

Ljósmynd/Linda Ben

Hér gefur að líta dásamlegt hvítlauksbrauð sem smellpassar með hvaða mat sem er. Það er engin önnur en Linda Ben sem á heiðurinn af uppskriftinni.

Heimabakað hvítlauksbrauð

 • 300 g hveiti
 • 1½ tsk. ger
 • 1 tsk. sykur
 • ¼ tsk. salt
 • 2½ dl volgt vatn
 • 70 g smjör, mjúkt
 • 3 hvítlauksgeirar
 • u.þ.b. 1 dl fersk steinselja
 • 230 g rifinn mozzarella með hvítlaukskryddosti
 • gróft sjávarsalt
 • þurrkað chilikrydd

Aðferð:

 1. Setjið hveiti, ger, sykur og salt saman í skál, bætið hveitinu út í og blandið saman. Hellið vatninu út í og hnoðið deigið svolítið. Deigið á að mynda fallega kúlu en ennþá vera svolítið klístrað.
 2. Leggið hreint viskastykki yfir og látið deigið hefast í u.þ.b. 2 klst. við stofuhita.
 3. Kveikið á ofninum, stillið á 220°C og undirhita.
 4. Setjið mjúkt smjör í skál, rífið hvítlaukinn út í skálina og skerið steinseljuna smátt niður og blandið öllu saman.
 5. Skiptið deiginu upp í tvær kúlur og fletjið þær út.
 6. Smyrjið deigið með hvítlaukssmjörinu og dreifið rifna ostinum yfir.
 7. Bakið brauðin (eitt í einu) í u.þ.b. 10 mín. eða þar til osturinn er orðinn gullinbrúnn.
 8. Deifið örlitlu af sjávarsalti og chili yfir brauðin.
Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is