Auðveldasti grjónagrautur í heimi

Ljósmynd/Linda Ben

Grjónagrautur í ofni er mögulega eitt það snjallasta og einfaldasta sem hægt er að bjóða upp á. Hér er aðferðin hennar Lindu Ben.  sem er NB algjörlega skotheld og við mælum 100% með.

Grjónagrautur í ofni

 • 3 dl hrísgrjón
 • 1½ l nýmjólk frá Örnu mjólkurvörum
 • 1 msk. sykur
 • 25 g smjör
 • ½ tsk salt
 • 1 dl rúsínur (má sleppa)

Kanilsykur

 • 2 msk. sykur
 • 1 msk. kanill

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°C og undir- og yfirhita.
 2. Setjið hrísgrjónin í eldfast form eða steypujárnspott með loki.
 3. Setjið grjónin í pottinn/eldfasta mótið ásamt mjólk, 1 msk sykri og smjöri, blandið saman og setjið lok á pottinn eða álpappír yfir eldfasta mótið. Setjið inn í ofn í klukkutíma, hrærið svo í grautnum, setjið rúsínurnar út í ef þið viljið, lokið aftur og bakið í u.þ.b. 30 mín. eða þar til hrísgrjónin eru soðin í gegn og mjólkin hefur dregið sig inn í grautinn.
 4. Blandið saman sykri og kanil, setjið u.þ.b. 1-2 tsk. yfir grautinn eða eftir smekk og örlítið af mjólk.
Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is