Best geymda pastaleyndarmál Ítala

mbl.is/Colourbox

Breski kokkurinn James Martin deildi nýverið leyndardómi á bak við hvernig best sé að sjóða pasta – en það var ítalskur kokkur sem kenndi honum bestu trixin.

James var í sjónvarpsþætti er hann deildi aðferð frá fræga ítalska kokkinum Antonio Carluccio. Flestir halda að besta leiðin til að elda pasta sé að bæta við olíu og salti, en í stuttu máli sagt áttu ekki að setja neitt af því fyrrnefnda en heilan helling af því síðara.

Kokkurinn heldur því fram að best sé að byrja á að setja nóg af vatni á stóra pönnu og mikið af salti, og þá erum við að tala um hvorki meira né minna en tvær handfyllir af salti. James segir að að sögn ítalska kokksins eigi vatnið að smakkast eins og sjórinn. Og vatnið muni koma að notum í lok matreiðslunnar, því þú notar það til að bæta kjötsósuna ef hún er of þurr.

Breski kokkurinn James Martin, deildi nýverið leyndardómi á bak við, …
Breski kokkurinn James Martin, deildi nýverið leyndardómi á bak við, hvernig best sé að sjóða pasta – en það var ítalskur kokkur sem kenndi honum bestu trixin. mbl.is/ITV
Olía og salt virðist vera undirstaðan í pastagerð - eða …
Olía og salt virðist vera undirstaðan í pastagerð - eða hvað? mbl.is/Getty
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert