Tillögur næringarfræðings gjörbreyttu lífi mæðgna

Mæðgurnar Hrefna Björnsdóttir og Birna Sigurðardóttir.
Mæðgurnar Hrefna Björnsdóttir og Birna Sigurðardóttir.

Næringarfræðingar hafa yfirburðaþekkingu á eiginleikum fæðunnar og hvernig best sé að neyta hennar. Margir átta sig ekki á því en heimsókn til næringarfræðings getur gjörbreytt heilsunni því oft þarf ekki mikið til að breyta henni til hins betra.

„Þökk sé næringarfræðingi sem móðir mín fór til hefur melting okkar mæðgnanna gjörbreyst og má eiginlega segja að munurinn sé lyginni líkastur,“ segir Birna Sigurðardóttir en hún fór ásamt móður, Hrefnu Björnsdóttur, sinni til næringarfræðings sem ráðlagði þeim að taka meltingarensím til að bæta meltinguna sem Birna segir staðfastlega að hafi breytt lífi þeirra beggja en þess má geta að Hrefna er 91 árs að aldri.

„Mamma var farin að léttast svo svakalega. Það rann allt í gegnum hana og hún nærðist ekki. Hún var hætt að treysta sér út úr húsi. Ég pantaði tíma hjá meltingarsérfræðingi sem rannsakaði hana vel og vandlega og í ljós kom að hún var hætt að framleiða ensím og var það orsök þess að hún nærðist ekki. Hann sendi hana til næringarfræðings sem mælti með því að hún tæki inn Digest Spectrum-meltingarensím og tæki út mjólkurvörur. Mamma fann strax mun á sér og öðlaðist satt best að segja nýtt líf. Nú getur hún farið aftur út úr húsi eins og áður og gert allt sem hún var vön að gera,“ segir Birna.

Saga Birnu og móður hennar er ekkert einsdæmi en dæmi eru um að ungt fólk eigi erfitt með að melta fæðuna og segjast margir þola mjólkurvörur betur.

Meltingarensím eru almennt ekki mikið í umræðunni enda búum við flest yfir ágætis flóru af þeim. Það er hins vegar ekkert gamanmál þegar þau vantar en þau eru meðal annars nauðsynleg til að brjóta niður fæðu í amínósýrur og sameindir svo líkaminn geti nýtt næringuna í botn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert