Ný vara á markað sem mun æra sælkera

Ljósmynd/Aðsend

Nú geta matgæðingar glaðst því Kaja hefur sent frá sér nýja vöru sem eru falafel-buff með chili-brauðraspi. Falafel-buffin hjá Kaju hafa löngum þótt mikið lostæti og með nýlegu samstarfi við Brauðhúsið er mögulegt að koma þeim á almennan markað.

Að sögn Karenar Jónsdóttur sem er betur þekkt sem Kaja er þetta loksins mögulegt þökk sé Brauðhúsinu. „Það sem við gerum er að nýta brauð sem hafa verið tekin úr sölu. Í stað þess að þeim sé hent þá þurrkum við þau og mölum til að nota í brauðraspinn okkar og svo bætum við lífrænum dásamlegum kryddum út í. Hér er verið að sporna við matarsóun og slá þannig tvær flugur í einu höggi,“ segir Kaja en falafel-buffin eru að sjálfsöðu lífrænt vottuð og bráðholl – auk þess að vera algjört sælgæti á bragðið.

Falafel-buff með chili eru fáanleg í Melabúðinni, Nettó og Hagkaup.

Karen Jónsdóttir eða Kaja eins og hún er alla jafna …
Karen Jónsdóttir eða Kaja eins og hún er alla jafna kölluð. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert