Fer út með ruslið í síðkjól

Mbl.is/ Nicola Matthews / SWNS.COM

Af hverju ekki að fara út með ruslið í síðkjól ef það léttir lundina? Þessi kona hefur fundið bestu leiðina til að gera sér glaðan dag, í það minnsta einu sinni í viku.

Síðastliðið ár hefur óneitanlega vakið okkur til lífsins að mörgu leyti og við höfum fundið upp á ýmsu til að létta okkur lundina; bakað allar þær kökur sem okkur dreymir um, eða, eins og í þessu tilviki, klætt okkur í kjól til að fara út með ruslið.

Nicola Matthews hefur alls ekki tapað gleðinni á tímum kórónuveirunnar, því hún fer einu sinni í viku eða alla miðvikudaga út með ruslið í kjól. Uppátækið, sem staðið hefur í 20 vikur, hefur vakið heilmikla lukku hjá nágrönnum hennar. Alla miðvikudaga klukkan átta að morgni hefur Nicola verið mynduð fyrir utan heimili sitt í Essex í Bretlandi – uppstríluð með gúmmíhanska og í kjól, þar sem hún rennir ruslatunnunni út á götu.

Útbúnaðurinn byrjaði á einföldu nótunum en færðist fljótt út í að vera innblásinn af Austin Powers og Desperate Housewives. Margir kjólarnir voru saumaðir af ömmu Nicolu sem var klæðskeri og komu sér vel á þessum tímum. Nicola nýtti þetta uppátæki sitt í að safna peningum til góðgerðarmála sem gaf af sér vel yfir 100.000 krónur – svo vel gert það.

Nicola Matthews hefur alls ekki tapað gleðinni á tímum Kórónaveirunnar, …
Nicola Matthews hefur alls ekki tapað gleðinni á tímum Kórónaveirunnar, því hún fer einu sinni í viku eða alla miðvikudaga, út með ruslið í kjól. Mbl.is/ Nicola Matthews / SWNS.COM
Mbl.is/ Nicola Matthews / SWNS.COM
Mbl.is/ Nicola Matthews / SWNS.COM
Mbl.is/ Nicola Matthews / SWNS.COM
Mbl.is/ Nicola Matthews / SWNS.COM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert