Ginframleiðandi með líkamsræktartæki

Æfingarhjól að okkar skapi! Hér er hugað að slökun og …
Æfingarhjól að okkar skapi! Hér er hugað að slökun og kósíheitum. Mbl.is/Hendrick’s Gin

Ginframleiðandinn Hendrick hefur tekið stórt stökk í að framleiða líkamsræktartæki eða hjól sem á engan sinn líka.

Hér er þó ekki um neitt venjulegt hjól að ræða sem þú munt sjá á næstu líkamsræktarstöð. Skoski ginframleiðandinn lýsir hjólinu sem áhrifaríku og heillandi líkamsræktartæki, það er úr járni og með innbyggðum bókastandi sem „high wheel“-æfingahandbókin þín getur staðið á. Í æfingabókinni má finna ljósmyndir af hjólaferðum um skoskt landslag á leiðinni til ginhallarinnar Girvan og tekur þig með í ákveðið ferðalag.

Hjólið þarf hvorki nettengingu né rafmagn. Aðrir eiginleikar hjólsins fela í sér vökvahaldara, pedalknúna glóperu að framan, litla bjöllu og stillanlegt sæti. Hjólið kemur í ólífugrænum lit og stendur á litlum grasbletti með rósarblöðum til að fullkomna sveitastemninguna.

Hendrick heldur því fram að hér sé yndislegt kyrrstætt æfingahjól komið á markað sem býður upp á skemmtilegan valkost við heimaæfingarnar. Hér er ekki verið að leitast við að mæla púlsinn og deila árangri þínum með öðrum – hér sé einfaldlega verið að róa taugarnar með góðum „hjólatúr“ og bók í hendi. Hjólið verður fáanlegt í takmarkaðan tíma og kostar um 340 þúsund krónur.

Mbl.is/Hendrick’s Gin
mbl.is