Brúðarterta Pamelu Anderson var vegan

Pamela Anderson giftist lífverðinum sínum um jólin og bauð upp …
Pamela Anderson giftist lífverðinum sínum um jólin og bauð upp á vegan rétti á brúðkaupsdaginn. mbl.is/Galatta

Ofurbomban Pamela Anderson giftist lífverði sínum Dan Hayhurst um jólin og bauð upp á vegan brúðartertu.

Nýpússuðu hjónin urðu ástfangin í sóttkví á síðasta ári og giftu sig á aðfangadagskvöld, þar sem veganréttir voru á boðstólum ásamt tveggja hæða brúðartertu sem einnig var vegan. Þess má geta að Pamela var að gifta sig í sjötta sinn.

Pamela hefur lengi verið talsmaður veganisma með reynslu í að auglýsa lífrænan mat í fangelsum, hún selur vegan handtöskur og fylgihluti og hefur jafnvel játað í viðtalsþætti hjá Piers Morgan að þeir sem aðhyllast veganlífsstíl hafi betra „þol“ í svefnherberginu. Það kemur því alls ekki á óvart að brúðkaupsdagurinn skyldi innihalda veganfæði.

Parið gifti sig á heimili Pamelu á Vancouver-eyju, í húsi sem hún keypti af ömmu sinni og afa fyrir 25 árum. Pamela taldi staðsetninguna góðan fyrirboða fyrir það sem koma skyldi því foreldrar hennar giftu sig á sama stað og eru saman enn þann dag í dag.

Það voru þó engir vinir eða ættingjar viðstaddir athöfnina, þó að matur og kaka hafi verið á boðstólum. Hér var um tveggja hæða kókoshnetuköku að ræða, toppuð með glerdádýri, litlu tré, glitrandi hjarta og hvítum möttum hjúp – og borin fram í glerkassa. Bara rétt eins og Pamelu einni er lagið, glamúr í gegn.

Glæsilega Pamela! En þetta er í sjötta skiptið sem hún …
Glæsilega Pamela! En þetta er í sjötta skiptið sem hún giftir sig og segir að nú sé þetta komið til að vera. mbl.is/Galatta
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert