Ótrúleg aðferð til að skilja að eggjarauðu og -hvítu

Hér er um ótrúlega aðferð í eggjatrixi að ræða.
Hér er um ótrúlega aðferð í eggjatrixi að ræða. Mbl.is/@rightguysaldireviews

Það finnast ótal leiðir til að skilja að eggjaraðu og -hvítu en margar hverjar eru þær sóðalegar – og oftar en ekki rennur rauðan saman við hvítuna eða skurn molnar út í skálina. Hér er þó undraverð lausn við þessum vanda.

Maður nokkur deildi því nýverið hvernig hann skilur rauðuna frá hvítunni með brauðsneið einni saman. Hann brýtur eggið og setur í skál, því næst nuddar hann þumal- og vísifingri við brauðsneið og tekur hreinlega eggjarauðuna upp úr skálinni með fingrunum einum saman. Og það í heilu lagi!

Svo virðist sem brauðið dragi í sig náttúrulegan raka af fingrunum, sem gerir það að verkum að þú nærð góðu taki á eggjarauðunni. En til þess að ná upp mörgum eggjarauðum er þörf á að nudda fingrunum við brauðið inn á milli.

mbl.is