Bollurnar sem sprengja alla skala

Craquelin vatnsdeigsbollur með brúnum og hvítum Lindor konfekt súkkulaðirjóma.
Craquelin vatnsdeigsbollur með brúnum og hvítum Lindor konfekt súkkulaðirjóma. Ljósmynd/María Gomez

Einn af okkar mestu uppáhaldsdögum, sjálfur bolludagurinn, er á næsta leiti. Mörg fyrirtæki eru í óðaönn að undirbúa þennan merkilega dag og eitt þeirra er Hagkaup sem hefur gefið út rafrænan bollubækling sem við leyfum okkur að fullyrða að sé með því betra sem sést hefur. Þar leika María Gomez og Berglind Hreiðarsdóttir aðalhlutverk og hafa búið til bollur sem verður seint hægt að toppa.

Að sögn Sigurðar Reynaldssonar, framkvæmdastjóra Hagkaups, var ekki annað hægt en að koma með nýjan bækling í ár eftir viðtökurnar sem bæklingurinn í fyrra fékk. 

„Við gáfum út rafrænan bækling í fyrra með spennandi uppskriftum. Viðtökurnar voru gríðarlega miklar og við vorum í raun alveg hissa,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups. Hann segir ekki annað hafa komið til greina en að endurtaka leikinn í ár. „Við fengum Maríu Gomez matarbloggara og Berglindi Hreiðarsdóttur í lið með okkur og afraksturinn er alveg geggjaður, mann langar bara í bollu strax! Hanna Þóra ketódrottning er einnig með virkilega girnilegar ketóbollur sem munu vafalaust slá í gegn.“

Alls eru 14 spennandi uppskriftir í bæklingnum. Má þar á meðal nefna Oreo-bollu, Dumle-bollu og Craquelin-bollur með Lindor-súkkulaðirjóma. Í bæklingnum eru einnig nokkrar af vinsælustu uppskriftunum frá því í fyrra frá alkunnum sælkerum. Hægt er að nálgast bæklinginn HÉR.

Við hvetjum alla til að kíkja á bæklinginn, byrja æfingar strax og slá rækilega í gegn á bolludaginn þegar hann rennur upp hinn 15. febrúar.

Dumle karmellubolla.
Dumle karmellubolla. Ljósmynd/Berglind Heiðarsdóttir
Bolludagsbæklingur Hagkaups er rafrænn eins og í fyrra.
Bolludagsbæklingur Hagkaups er rafrænn eins og í fyrra.
mbl.is

Bloggað um fréttina