Nói-Síríus kynnir splunkunýtt páskaegg

mbl.is/Kristinn Magnússon

Það heyrir alltaf til tíðinda þegar ný páskaegg eru kynnt til leiks og nú hefur Nói-Síríus sent frá sér egg sem á eflaust eftir að gleðja marga.

Um er að ræða Eitt sett-egg en Eitt sett-súkkulaðið er í miklu uppáhaldi hjá flestum og voru Eitt sett-kúlurnar valdar besta nýja nammið árið 2020.

Eggið kemur í verslanir núna fyrir helgi og því ljóst að það fer að bresta á með páskum.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Ljósmynd/Nói Síríus
mbl.is