Matgæðingar tryllast yfir fágætum tómötum

Ljósmynd/Friðheimar

Facebook riðar nú vegna fregna um að Heirloom-tómatar séu fáanlegir hér á landi en slíkir tómatar þykja þeir allra bestu.

Svo mikill er æsingurinn að elstu menn muna vart eftir öðru eins en tómatarnir eru ræktaðir í Friðheimum.

Að sögn Kristínar Lindu Sveinsdóttur kemur einungis lítið magn í verslanir og ekki búist við að það breytist í bráð.

Eldheitir matgæðingar á borð við Tobbu Marínós voru æsispenntir yfir tíðindunum og má fastlega búast við að tómatarnir klárist hratt.

Samkvæmt heimildum Matarvefsins eru tómatarnir fáanlegir í Hagkaup.

mbl.is