Nýr snúðabjór frá BÖL Brewing

Axel og Hlynur eru stofnendur og eigendir BÖL Brugghúss. En …
Axel og Hlynur eru stofnendur og eigendir BÖL Brugghúss. En þeir kynna áttundu bjórtegundina til leiks sem kallast Snúlli. Mbl.is/Árni Sæberg

Bláberja-, lakkrís-, snúða-súr var að koma á markað – en nýi bjórinn er úr smiðju BÖL Brewing og þykir hreint út sagt stórkostlegur á bragðið. Þegar blanda sem þessi ratar í vínverslanir og veitingahús vitum við að bjórframleiðendur landsins eru með þeim flinkustu í heimi, svo ekki sé meira sagt.

BÖL Brewing var að senda frá sér nýja afurð sem kallast „Snúlli“ og er sá áttundi í röðinni frá brugghúsinu. Við náðum tali af Axel Paul Gunnarssyni, öðrum eiganda BÖL, en hann og Hlynur Árnason reka brugghúsið í sameiningu – þar sem ólíkir kraftar þeirra mætast í litríku bjórúrvali. En okkur leikur forvitni á að vita meira um þennan merkilega snúðabjór. „Hlynur bruggmeistari er mjög hrifinn af snúðunum frá Brauði & co. – hann er mikill snúðakarl. Hann langaði til að útfæra sinn uppáhaldssnúð í ölformi, en einhverjir bruggarar hérlendis hafa verið að setja snúða í bjór. Við ákváðum þó að búa til okkar eigin blöndu, eða bláberja-, lakkrís-, snúða-súr, sem hefur slegið í gegn hjá þeim sem hafa smakkað,“ segir Axel okkur.

Snúlli er 5,4% og inniheldur bunka af höfrum sem gefa bjórnum sannan bakkelsiskeim. Við fyrsta sopa kemur mjúkt bláberjabragð, en eftirkeimurinn breytist í saltlakkrís. Axel segir lakkrísinn vera hálfgerðan bassaleikara í bjórnum, hann spili sitt hlutverk þarna undir en sé ekki í aðalhlutverki.

Fram undan hjá BÖL eru fimm nýir bjórar, og von er á páskabjórnum „Kjaftæði“, eftir sirka þrjár vikur – frábært nafn að okkar mati. En þeir sem vilja gæða sér á Snúlla geta leitað í Vínbúðirnar sem og á Bjórland.is því hér er án efa bjór sem sannir sælkerar geta alls ekki látið framhjá sér fara. Fyrir þá sem vilja fylgjast með ævintýrum brugghússins, þá er BÖL að finna sem @bolbrewing á Facebook, Instagram, Twitter og Untappd.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Snúlli er bláberja-, lakkrís-, snúða-súr sem dregur innblástur sinn í …
Snúlli er bláberja-, lakkrís-, snúða-súr sem dregur innblástur sinn í bragðgóðu snúðana frá Brauð & Co. mbl.is/Böl Brugghús
mbl.is/Böl Brugghús
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert