Bleikt Coco Pops komið á markað

Bleikt Coco Pops er komið á markað og það í …
Bleikt Coco Pops er komið á markað og það í takmörkuðu upplagi. Jarðaber og hvítt súkkulaði er þema morgunkornsins. Mbl.is/Karl Tapales

Coco Pops hefur verið á morgunverðarborðum í yfir 60 ár – og hér er ný og spennandi útgáfa sem mun rjúka út ef marka má heimildir.

Morgunverðarframleiðandinn Kellogg kynnti nú á dögunum nýtt Coco Pops, með jarðarberjum og hvítu súkkulaði. „Popsið“ er því ekki lengur brúnt á litinn, heldur bleikt, og litar þar af leiðandi mjólkina í skálinni. Þessi nýja viðbót inniheldur um 30% minna af sykri en venjulega útgáfan og er framleidd án allra gervilita eða bragðtegunda.

Nýja morgunkornið verður fáanlegt frá og með 12. febrúar, en ekki er líklegt að það rati í hillurnar hér heima þar sem nýjungin verður einungis framleidd í eitt ár. Þeir sem komast yfir morgunkornið þurfa því að hamstra, því talað er um að það eigi eftir að slá öll met. Árið 2019 kom morgunkorn á markað með hvítu súkkulaði sem seldist meira af en menn þorðu að vona, eða um þrjár milljónir kassa á fyrstu sex mánuðunum.

Mbl.is/Coco Pops
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert