Matarvefur mbl með tímaritsmynd ársins 2020

Tímaritamynd ársins 2020.
Tímaritamynd ársins 2020. Kristinn Magnússon

Verðlaun fyr­ir bestu mynd­ir árs­ins 2020 voru af­hent í Ljós­mynda­safni Reykja­vík­ur í dag og var Tímaritsmynd ársins valin úr hátíðarblaði Matarvefs mbl sem unnið var í samstarfi við Hagkaup.

Það var Kristinn Magnússon ljósmyndari sem tók myndina en hann hlaut jafnframt verðlaun fyrir Fréttaljósmynd ársins.

Umsjónarmaður matvarvefsins vill koma á framfæri þakklæti til allra sem áttu eftirrétti á myndinni en margar vikur fóru í skipulagningu myndatökunnar. Stíllisti var Elva Hrund Ágústsdóttir og blómakransinn ógurlegi hannaður af Blómagalleríi.

Þær sem eiga eftirrétti á myndinni eru:

Elenora Rós Georgesdóttir, Berglind Hreiðarsdóttir, Ólöf Ólafsdóttir og Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir.

Hátíðarblaðið má nálgast á pdf-formi HÉR.

Kristinn Magnússon ljósmyndari Morgunblaðsins.
Kristinn Magnússon ljósmyndari Morgunblaðsins.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert