Var gagnrýnd fyrir að smyrja nesti fyrir manninn sinn

Kona nokkur var gagnrýnd á TikTok fyrir að smyrja nesti …
Kona nokkur var gagnrýnd á TikTok fyrir að smyrja nesti fyrir manninn sinn. mbl.is/

Kona nokkur lenti í harðri gagnrýni á samfélagsmiðlum eftir að hafa birt myndir af því er hún smurði nesti handa manninum sínum. Sem annars ætti að teljast saklaust athæfi eða hvað?

Hún deildi myndbandi á TikTok af hádegismat sem hún undirbjó fyrir manninn sinn til að taka með í vinnuna. Og ummælin létu ekki á sér standa. Hádegismaturinn samanstóð af jógúrt, þurrkuðum apríkósum, bananaflögum, salami, vínberjum, osti, kexi, poppkorni og súkkulaðistykki.

Einhver sagði að nestið liti út eins og fyrir átta ára krakka en öðrum fannst fulllítið í nestisboxinu fyrir fullorðna manneskju. Margir komu þó konunni til varnar og sögðu það mjög hugulsamt að smyrja nesti fyrir manninn sinn fyrst hún var á annað borð að smyrja nesti fyrir sig sjálfa. Hvað finnst þér, smyrð þú nesti fyrir maka þinn á morgnana?

Hádegismaturinn samanstóð af jógúrti, þurrkuðum apríkósum, bananaflögum, salami, vínberum, osti, …
Hádegismaturinn samanstóð af jógúrti, þurrkuðum apríkósum, bananaflögum, salami, vínberum, osti, kexi, poppkorni og súkkulaðistykki. Mbl.is/@kiaraelaine__/Tiktok
mbl.is