Svona færðu tandurhreina spegla

Það virðist vera best að þrífa speglana með sjampói ef …
Það virðist vera best að þrífa speglana með sjampói ef marka má nýjustu fréttir. mbl.is/stylebyemilyhenderson.com

Það getur reynst erfitt að ná gleri og speglum alveg tandurhreinum, því oft sitja rákir eftir sem við þurfum að lifa með. En ekki lengur!

Kona nokkur deildi þessu snilldarhúsráði á TikTok þar sem hún sýnir hvernig hún þrífur spegla og handklæðaofn með ódýru sjampói. Hún byrjar á því að sprauta sjampói á örtrefjaklút og bleytir hann svo vel. Eftir það vindur hún mesta vatnið úr og strýkur yfir spegilinn. Því næst tekur hún sköfu og skefur sápuvatnið burt og eftir stendur skínandi hreinn spegill.

Hún notar sömu aðferð þegar hún þrífur handklæðaofninn og segir að ef þú hækkir vel í hitanum til að láta sápuna þorna muni baðherbergið fyllast af góðum ilmi.

mbl.is