Stórmerkilegar staðreyndir um mat

49% Bandaríkjamanna, 20 ára eða eldri, borða að meðaltali eina …
49% Bandaríkjamanna, 20 ára eða eldri, borða að meðaltali eina samloku á dag, samkvæmt rannsókn sem gerð var árið 2014. Væri gaman að vita sambærilegar tölur hér á landi. mbl.is/

Það er fátt sem kemur okkur lengur á óvart – en gerir það þó samt. Hér eru nokkrar skrítnar en stórmerkilegar staðreyndir um mat og venjur.

 • Enginn veit uppruna súkkulaðibita-kökunnar. Finnast þó nokkrar sögusagnir um hvernig súkkulaðibitakökur urðu til. Sumir vilja meina að Ruth Wakefield eigi heiðurinn er hún hafi orðið uppiskroppa með hnetur og notað súkkulaði í staðinn. Önnur kenning er sú að súkkulaði hafi óvart fallið ofan í hrærivélaskál, en sú saga hefur aldrei verið staðfest.
   
 • Blómkál finnst í ótal litum. Þó að við þekkjum blómkál einna helst sem hvítt á litinn er það einnig til sem fjólublátt, appelsínugult og grænt. En þetta appelsínugula og fjólubláa inniheldur meira magn af andoxunarefnum.
   
 • Litríka morgunkornið Froot Loops, er allt eins á bragðið. Eða hringirnir bera allir sama bragðið, sama hvernig hringurinn er á litinn.
   
 • Jarðarber eru ekki ber! Sjokkerandi fréttir fyrir einhverja, en svo virðist vera að ber innihaldi fræ að innan og jarðarberin brjóta klárt þær reglur miðað við útlitið á þeim.
   
 • Ekki panta þér poppkorn í Suður-Afríku. Ef það vill svo til að þú eigir leið um Suður-Afríku, skaltu varast það að panta poppkorn, því það er annars konar „popp“ á boðstólnum þar í landi. Í Suður-Afríku flokkast ristaðir termítar og skordýr undir poppkorn.

 • Drykkurinn Mountain Dew inniheldur appelsínudjús. Þó að gosdrykkurinn bragðist eins og sítrónu-límonaði er appelsínudjús það þriðja á lista yfir hráefni drykkjarins.

 • Pizza Hut keypti mest allra af grænkáli á heimsvísu. Það var þegar salatbarinn var einna vinsælastur hjá Pizza Hut og löngu áður en grænkál varð vinsælt tískusnakk á meðal manna. Pítsastaðurinn notaði grænkál til að skreyta alla salatbarina sína – og var ekki einu sinni með kálið á boðstólnum til að borða það.

 • 49% Bandaríkjamanna, 20 ára eða eldri, borða að meðaltali eina samloku á dag, samkvæmt rannsókn sem gerð var árið 2014. Væri gaman að vita sambærilegar tölur hér á landi.
mbl.is