Bollan sem sprengir alla skala

Ljósmynd/María Gomez

Það eina sem hægt er að hugsa um þessa dagana eru bollur og hér kemur ein dásamleg frá sjálfri Maríu Gomez á Paz.is sem hún gerði fyrir bollubækling Hagkaups – sem vér bolluaðdáendur fullyrðum að sé með betri ritum sem gefin hafa verið út.

Púnsgerbolla með rommkúlurjóma og rifsberjahlaupi

Gerbollur 9 stk.

  • 2,5 dl ylvolg nýmjólk
  • 25 gr. pressuger (fæst í mjólkurkælinum í Hagkaup)
  • ½ dl sykur
  • 1 egg
  • ½ tsk. kardimommudropar
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 1 tsk. fínt borðsalt
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 420 gr. hveiti
  • 100 gr. smjör við stofuhita
  • 1 egg til að pensla bollurnar með saman við 1 msk. af nýmjólk (má sleppa)

Púnsrjómi með rommkúlum 

  • ½ lítri af rjóma
  • 50 gr. flórsykur
  • 180 gr. rommkúlur frá Casali

Ofan á og á milli

  1. 2 msk. flórsykur

  2. Rifsberjagel frá Den Gamle Fabrik

Aðferð

Gerbollur 

  1. Velgið mjólkina í örbylgju þar til hún er ylvolg og setjið þá sykur og ger út í hana og hrærið vel
  2. Látið standa í eins og 5 mínútur á borði
  3. Setjið næst hveiti, salt og lyftiduft í hrærivélarskál og hrærið létt saman með króknum
  4. Bætið svo kardimommu og vanilludropum út í mjólkurgerblönduna ásamt egginu og hrærið vel saman með písk
  5. Kveikið nú á hrærivél á hnoð og bætið mjólkugerblöndunni varlega saman við meðan hún hnoðar
  6. Setjið svo smjörið í að lokum og hnoðið þar til deigið er búið að hringa sig um krókinn
  7. Leggið viskastykki yfir skálina og látið hefast á volgum stað eins og í gluggakistu yfir miðstöðvarofni eða á gólfi með gólfhita í 30-60 minútur
  8. Takið svo hefaða deigið og skiptið því upp í 9 parta, ekki hnoða það neitt áður
  9. Gerið kúlur úr hverjum part og raðið á ofnplötu með bökunarpappa
  10. Leggið viskastykki yfir bollurnar og látið hefast í 30 mínútur
  11. Kveikið á ofninum á 220°C og bakið í 8-10 mínútur eða þar til þær eru orðnar fallega gylltar

Púnsrjómi með rommkúlum

  1. Þeytið rjómann ásamt flórsykri þar til hann er orðin vel stífur
  2. Setjið rommkúlur í poka (ágætt að nota 2 poka einn yfir annan) og berjið á þær með kökukefli þar til þær eru alveg orðnar vel molnaðar
  3. Kúlurnar verða klístraðar í pokanum og er því gott að losa aðeins um þær með því að hrista vel pokann
  4. Bætið næst rommkúlumylsnunni varlega saman við rjómann og hrærið varlega með sleikju þar til allt er vel blandað saman

Bollusamsetning

  1. Skerið bollu í sundur og setjið rifberjagel á botninn (Ef þið viljið má taka smá brauð innan úr bollunni svo hún verði minna massív)
  2. Setjið svo rommrjómann ofan á sultuna og lokið bollunni með efra laginu
  3. Sáldrið svo smá flórsykri í þunnu lagi yfir lokið
Ljósmynd/María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert