Þú skalt losa þig við þetta úr eldhúsinu

Ýmissa grasa kennir í eldhússkápum og skúffum sem þörf er …
Ýmissa grasa kennir í eldhússkápum og skúffum sem þörf er að endurskoða endrum og sinnum. Mbl.is/Shutterstock

Við eigum það til að safna að okkur allt of miklu dóti, og þá er eldhúsið engin undantekning. Það kannast eflaust margir við það að opna skápana og finna hluti sem þeir eru löngu hættir að nota. Hér eru nokkur atriði sem vert er að skoða hvort þurfi að taka pláss í skápum og skúffum.

  • Gamlir svampar eru leiksvæði fyrir bakteríur. Losaðu þig við þá alla – þú ættir aldrei að geyma gamla þrifsvampa.
  • Diskar og skálar með rifum í eða brotum í gegn. Losaðu þig við slíkt leirtau, því það mun brotna á endanum eða brot munu flísast upp úr sem við viljum alls ekki sjá í matnum okkar.
  • Matseðlar frá pítsastöðum og „take-away“-tómatsósur, sojasósur, sushi-pinnar og annað slíkt. Út með þetta allt saman! Þú ætlar þér að geyma til að taka með í ferðalag eða eiga þegar þörf er á, en endar aldrei á að nota þetta.
  • Plastílát í öllum stærðum og gerðum. Hversu mörg notar þú að jafnaði – og hversu mörg þarftu í raun að eiga?
  • Pottar og pönnur sem eru farin að láta á sjá geta verið slæm af heilsufarslegum ástæðum. Út með þetta úr eldhúsinu.
  • Rifnir pottaleppar eða ofnhanskar er alls ekki ásættanlegt – þú gætir átt á hættu að brenna þig á fingrunum þar sem þeir virka ekki sem skyldi.
  • Eldhústæki sem þú ert löngu hætt/ur að nota, t.d. djúpsteikingarpottur eða brauðvél. Seldu græjurnar eða gefðu þær áfram til góðgerðarstofnana.
  • Vatnsflöskur eru eitt af því sem fylla skápana. Hversu marga brúsa höfum við þörf fyrir?
  • Síðast en ekki síst skaltu renna yfir dagsetningarnar á matvörunum þínum. Ef þær eru útrunnar skaltu henda þeim.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert