Bollan sem Jón Axel átti ekki orð yfir

Valentínusarbollan þótti slá öðrum bollum við.
Valentínusarbollan þótti slá öðrum bollum við.

Bolludagur er handan við hornið og það er valentínusardagurinn einnig. Af því tilefni bakaði Ólöf Ólafsdóttir hjá Mosfellsbakaríi sérstaka valentínusarbollu sem verður seld í bakaríinu á sunnudaginn. Undirrituð fékk nokkrar bollur hjá Ólöfu í vikunni og mætti með í Ísland vaknar á K100 þar sem þáttastjórnendur fengu að smakka.

Skemmst er frá því að segja að valentínusarbollan sló svo rækilega í gegn að hinn rómaði útvarspmaður Jón Axel Ólafsson, sem kallar nú ekki allt ömmu sína, átti vart orð. Hann endaði á að hlaupa út úr stúdíóinu þar sem hann var orðinn allur útmakaður í valentínusarrjóma með hindberjabragði sem var þó augljóslega þess virði.

Ólöf er þekkt fyrir að leggja einstakan metnað í sinn bakstur og skemmst er að minnast listaverkanna sem hún bjó til fyrir hátíðarblað matarvefsins sem kom út fyrir síðustu jól.

Valentínusarbollan er hjúpuð með hvítu súkkulaði og fyllt með hindberjarjóma og heslihnetukremi, sem var  eins og Jón Axel staðfesti  algjörlega geggjað.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Ólöf Ólafsdóttir.
Ólöf Ólafsdóttir. Árni Sæberg
mbl.is