Kakan var pappakassi

Þessi kaka er hreint út sagt ótrúleg! Það er varla …
Þessi kaka er hreint út sagt ótrúleg! Það er varla hægt að sjá munin á venjulegum kassa og þessari köku. Mbl.is/ Nina Evans Williams / SWNS.COM

Þessi tiltekni pappakassi átti eftir að vekja mikla lukku hjá afmælisbarninu – enda ekki á hverjum degi sem við sjáum eitthvað í líkingu við þessa súkkulaðiköku.

Það var Kane Evans sem átti 24 ára afmæli nú á dögunum og engin önnur en mamma hans, Nina Evans, sem bakaði þessa geggjuðu köku handa honum í tilefni dagsins. Það tók Ninu um tvo daga að baka og skreyta kökuna sem hún hélt leyndu fyrir Kane. Á afmælisdaginn sjálfan náði hún að plata son sinn sem hélt að hans biði sending frá Amazon þegar hann sá pakkann liggja á eldhúsborðinu – en Kane pantar mikið af alls kyns dóti og fær víst vikulega sendingar frá Amazon. Móður hans fannst því tilvalið að kakan yrði skreytt eins og pappakassi til að blekkja hann – sem tókst betur en hana grunaði því hann trúði þessu ekki fyrr en hann skar í kökuna.

Afmælisbarnið Kane Evans, varð 24 ára nú á dögunum og …
Afmælisbarnið Kane Evans, varð 24 ára nú á dögunum og fékk þessa geggjuðu köku frá mömmu sinni. Mbl.is/ Nina Evans Williams / SWNS.COM
Mbl.is/ Nina Evans Williams / SWNS.COM
mbl.is