Saltkaramellusæla með sítrónutvisti

Ljósmynd/Nói Síríus

Hér er á ferðinni bolla sem er svo svakaleg að orð fá henni ekki lýst. Því ætlum við ekki að hafa fleiri orð um ágæti hennar. Takk og bless.

Saltkaramellusæla með sítrónutvisti

Hráefni:

  • ½ l rjómi
  • 150 g Síríus-rjómasúkkulaði með karamellu og salti
  • sítrónusmjör (Lemon Curd)
  • 150 g Nóa-rjómakúlur
  • 50 g Síríus-suðusúkkulaði
  • 1 msk. olía


Aðferð:

  1. Stífþeytið rjómann. Saxið Síríus rjómasúkkulaði með karamellu og salti frekar smátt. Skerið bollurnar í tvennt.
  2. Setjið sítrónusmjör innan á hliðarnar á rjómasprautupokanum með skeið og setjið svo þeytta rjómann í miðjuna. Sprautið á bollurnar. Stráið um það bil einni teskeið af saxaða Síríus-rjómasúkkulaðinu með karamellu og salti ofan á rjómann. Setjið lokið á.
  3. Saxið helminginn af Nóa-rjómakúlunum og geymið til skrauts. Bræðið hinn helminginn af kúlunum og Síríus-suðusúkkulaðinu í vatnsbaði ásamt olíunni. Setjið yfir bollurnar og skreytið með saxaða rjómasúkkulaðinu og söxuðu rjómakúlunum.
mbl.is