Frederik Bagger svarar kalli neytenda

Nýjir litir í vinsælu kristalsglösunum frá Frederik Bagger.
Nýjir litir í vinsælu kristalsglösunum frá Frederik Bagger. mbl.is/Frederik Bagger

Vinsælustu kristalsglös samtímans eru nú loksins fáanleg í mörgum litum; eftir ítrekaðar óskir frá aðdáendum Frederiks Baggers hefur svarinu verið kallað. Vínglösin „Madame og Monsieur“ hafa hingað til ekki fengist í litum, fyrir utan jökla-blágráu glösin sem voru samstarfsverkefni Bagger og íslenska ginfyrirtækisins Glacier Gin.

Það verður fátt skemmtilegra en að dekka borð og taka á móti gestum með þessa litadýrð við hönd. Demantsskorin glösin eru framleidd úr blýlausum kristal sem þola snúning í uppþvottavél.

mbl.is/Frederik Bagger
mbl.is