Nýr kampavínskælir frá Tom Dixon

Mbl.is/Tom Dixon

Koparkóngurinn og Íslandsvinurinn Tom Dixon hefur sent frá sér nýjungar sem innihalda meðal annars ótrúlega smart kampavínskæli.

Dixon var staddur hér á landi árið 2018, er hann var á 90 daga ferðalagi um heiminn og setti punkt við Ísland á heimskortið. Hann er sjálfmenntaður iðnhönnuður sem hefur fylgt eigin stefnum og er gott dæmi um mann sem hefur látið drauma sína rætast.

Nýju vörurnar kallast CLOUD og eru hreint út sagt æðislegar – fagurfræðilega „beyglaðar“ sem mynda bæði spennandi og skemmtileg form og skugga í hápússuðu álinu. Hér um ræðir fat undir t.d. ávexti, kampavínskæli og tvo blómavasa – allt handsmíðað og hamrað af fagfólki á Indlandi þar sem engir tveir gripir eru nákvæmlega eins.

Nýr og einstaklega flottur kampavínskælir frá Tom Dixon.
Nýr og einstaklega flottur kampavínskælir frá Tom Dixon. Mbl.is/Tom Dixon
Nýju vörurnar kallast CLOUD og eru hreint út sagt æðislegar …
Nýju vörurnar kallast CLOUD og eru hreint út sagt æðislegar – fagurfræðilega „beyglaðar“ sem mynda bæði spennandi og skemmtileg form og skugga í hápússuðu álinu. Mbl.is/Tom Dixon
mbl.is