Holmegaard í samstarf við hönnunarstúdío

Ný vörulína sem ber nafnið Frame. Vörurnar eru samstarfsverkefni Holmegaard …
Ný vörulína sem ber nafnið Frame. Vörurnar eru samstarfsverkefni Holmegaard og Séché Studio, sem er nýtt hönnunarstúdío. Mbl.is/© Holmegaard

Danski framleiðandinn Holmegaard er genginn til samstarfs við nýstofnað hönnunarstúdíó, Séché Studio, sem nýverið var útnefnt til tvennra verðlauna á vegum Bo Bedre árið 2020. Þetta nýja samstarf skilar sér í vörulínu sem sækir innblástur í Bauhaus-tímabilið með pressuðu gleri. Bauhaus-hreyfingin einkennist mikið af geometrískum formum og fallegri blöndu forms og virkni sem er einkennandi fyrir nýjungarnar ef marka má fyrstu myndir af vörunum.

Séché Studio leggur áherslu á að hönnun þess sé í senn hagnýt og með skúlptúrútliti. Nýja vörulínan kallast Forma og sameinar einmitt hvort tveggja – þar sem hringir, keilur og teningar eru tvinnaðir saman í nýtt tjáningarform og virkni og list renna í eitt. Hér má meðal annars sjá vasa, skál í tveimur stærðum og glös – en nýjungarnar verða fáanlegar frá og með byrjun mars nk.

Fallegar vörur úr pressuðu gleri.
Fallegar vörur úr pressuðu gleri. Mbl.is/© Holmegaard
Skálar, glös og vasar eru á meðal nýjunganna.
Skálar, glös og vasar eru á meðal nýjunganna. Mbl.is/© Holmegaard
Mbl.is/© Holmegaard
mbl.is