Ótrúleg aðferð til að þrífa skítuga pönnu

Það er mun minna mál að þrífa haugaskítuga pönnu án …
Það er mun minna mál að þrífa haugaskítuga pönnu án þess að skrúbba. Mbl.is/Getty

Eftir vel heppnaða máltíð fylgir oftar en ekki þvottur á pönnum, pottum og öðrum áhöldum. En hér sýnum við ykkur ótrúlega aðferð til að þrífa haugaskítuga pönnu þar sem þú sleppur við að skrúbba óhreinindin burt.

Þrifspekúlantinn Lynsey Crombie, sem gengur undir nafninu „Queen of Clean“, deildi þessu húsráði á instagramsíðu sinni. Eina sem þarf til er heitt vatn og tepoki. Settu pönnuna í vaskinn með heitu vatni og tepokanum og láttu ligga í 15 mínútur. Eftir þann tíma skaltu taka tepokann og skola pönnuna upp úr hreinu vatni. Og ekkert óþarfa skrúbb! Rúsínan í pysluendanum er að þú getur vel notað notaðan tepoka, svo óþarfi er að spandera nýjum. Þetta frábæra húsráð má einnig nota á bökunarplötur sem og aðrar eldhúsgræjur.

Þrifspekúlantinn Lynsey Crombie, sem gengur undir nafninu „Queen of Clean“, …
Þrifspekúlantinn Lynsey Crombie, sem gengur undir nafninu „Queen of Clean“, deildu þessu húsráði á Instagram síðu sinni. Mbl.is/ Instagram/lynsey_queenofclean
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert