Stórkostleg leið til að þrífa brauðristina

Hvenær þreifstu brauðristina þína síðast?
Hvenær þreifstu brauðristina þína síðast? Mbl.is/homestratosphere.com

Hversu oft hefur þú þrifið brauðristina? Vinsælt svar hjá mörgum er „aldrei“ og því bjóðum við upp á þetta stórsnjalla húsráð til að létta þér lífið. Ef þú rennir augunum yfir brauðristina þína, þá muntu alveg örugglega taka eftir ummerkjum ofan á vélinni, þar sem hún er farin að láta lit. Sem gerist þegar vélin er í notkun og allt eðlilegt við það. En hér er húsráð sem mun gera vélina þín sem nýja og tekur örstutta stund að framkvæma.

Smyrðu þunnu lagi af tannkremi ofan á blettina og notaðu gamlan tannbursta til að pússa. Þurrkaðu yfir með rökum klút og brauðristin mun þakka þér fyrir. Sama ráð má einnig nota á straujárnið ef einhver er kominn í stuð og vill halda áfram í húsverkunum.

Smá tannkrem á vélina og þú getur léttilega pússað blettina …
Smá tannkrem á vélina og þú getur léttilega pússað blettina burt á augabragði. Mbl.is/Mrs Hinch cleaning tips and tricks/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert