Besta leiðin til að þrífa viðaráhöld

Það leynist meira af bakteríum í viðaráhöldum en þig grunar, …
Það leynist meira af bakteríum í viðaráhöldum en þig grunar, því erfiðara er að þrífa þau en önnur. Mbl.is/Getty Images/EyeEm

Flest eigum við viðaráhöld í eldhússkúffunni heima – en fæst gerum við okkur grein fyrir hversu skítug þau eru, þar sem slík áhöld mega ekki fara í uppþvottavélina.

Það er staðreynd að bakteríur festa sig dýpra í viðaráhöldum en í plastáhöldum. Til þess að þrífa sleifarnar og spaðana sem best skaltu notast við þessa einföldu aðferð hér fyrir neðan.

Svona þrífur þú viðaráhöld

  • Settu áhöldin í krukku eða stórt glas og helltu sjóðandi heitu vatni yfir.
  • Hrærðu létt í vatninu og láttu svo standa í 20 mínútur. Þú munt fljótlega sjá olíu- og matarleifar birtast í vatninu.
  • Þurrkaðu því næst áhöldin með hreinum klút.

Ef þú hefur verið að elda með kryddi á borð við túrmerik og eftir sitja blettir eða lykt sem vill ekki fara er ráð að draga salt og sítrónu inn í spilið.

  • Skerðu sítrónu til helminga og dýfðu í saltið. Nuddaðu áhaldið með sítrónunni þar til bletturinn hverfur.
  • Lyftiduft og sítrónusafi er líka blanda sem ætti að virka á erfiða bletti eða sterka lykt.

Besta leiðin þó til að þurrka áhöldin er að leyfa þeim að þorna í sólskini. Sólin þurrkar og lýsir upp restina af blettinum í leiðinni.

mbl.is