Fagnaði 117 ára afmælinu með púrtvíni og foie gras

Systir Andre fæddist árið 1904 og er elsti núlifandi Frakkinn …
Systir Andre fæddist árið 1904 og er elsti núlifandi Frakkinn og næst elst í heimi að því talið er. AFP

Systir Andre eða Lucile Randon eins og hún heitir réttu nafni er næstelsta manneskja heims eftir því sem best er vitað og fagnaði 117 ára afmæli sínu á dögunum.

André dvelst á hjúkrunarheimili í Frakklandi og þegar afmælinu var fagnað var ekki boðið upp á neinar slorveitingar. Byrjað var á púrtvíni, síðan var boðið upp á foie gras með heitum fíkjum, grillaðan kjúkling (e. capon) með sveppum og sætum kartöflum og í eftirrétt var ostaplatti með roquefort og geitaosti. Með veislunni var boðið upp á rauðvín að sögn talsmanns hjúkrunarheimilisins þar sem systir André dvelst.

Að lokum var boðið upp á Baked Alaska-köku (kaka með svampbotni og ís  sem er svo hjúpuð með marengs) með hindberja- og ferskjubragði og svo var skálað í kampavíni. 

Því er ljóst að nunnan aldna nýtur lífsins með góðum mat ... svolítið eins og okkur dreymir öll um að geta gert í ellinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert