Svona lengir þú líftíma grænmetis og ávaxta um helming

Þegar Kavita Shukla heimsótti ömmu sína til Indlands sem ung stúlka burstaði hún tennurnar óvart upp úr kranavatni. Amma hennar bjó til blöndu fyrir hana úr nokkrum kryddtegundum sem hún lét hana drekka til að hún yrði ekki veik. Heima í Bandaríkjunum uppgötvaði Shukla að kryddblandan kom í veg fyrir að bakteríur fjölguðu sér og þannig hófst ævintýrið. 

Þannig hefst grein í tímariti Oprah Winfrey um undravöruna FreshPaper sem farið hefur eins og eldur í sinu um heiminn. Shukla nýtti formúlu ömmu sinnar til að búa til þunn niðurbrjótanleg blöð sem á að koma fyrir þar sem grænmeti og ávextir eru geymd og margfalda líftíma þeirra.

Varan hefur verið kölluð byltingarkennd en það er aðeins brot af því sem sagt hefur verið og skrifað um Kavitu Shukla og FreshPaper en blöð á borð við TIME, The New York Times, Forbes og Washington Post hafa keppst við að hlaða hana og FreshPaper lofi og tala um vöruna sem byltingarkennda. 

FreshPaper hefur meðal annars fengið hin virtu INDEX-verðlaun sem verðlauna hönnun sem auka lífsgæði jarðarbúa en meðal fyrri verðlaunahafa eru Apple og Tesla. 

Shukla er í samstarfi við góðgerðarsamtök víða um heim til að koma FreshPaper til fólks í þróunarlöndum sem hefur lélega aðstöðu til að geyma mat og til smábænda á Indlandi og Afríku til að afurðir þeirra skemmist ekki á leiðinni á markað. 

Blöðin eru uppbyggð úr lífrænum kryddum sem hindra vöxt baktería og sveppa og koma þannig í veg fyrir vöxt ensíma sem valda ofþroskun náttúruafurða. 

Blöðin virka á ávexti, grænmeti og ferskar kryddjurtir. Það eina sem þarf að gera er að setja blað í ísskápsskúffu, öskju, poka eða ílát sem inniheldur ofangreindar vörur. 

Ekki er þörf á að einangra hverja vöru fyrir sig en ef um er að ræða mikið magn má fjölga blöðunum.

Eftir að blöðin eru tekin í notkun endast þau í allt að mánuð en auðvelt er að finna hvenær þau hætta að virka því þá hverfur lyktin af þeim. Blöðin geta enst í allt að tvö ár í upphaflegum umbúðum.

Kavita Shukla hér ásamt hinni einu sönnu Orpuh. Með á …
Kavita Shukla hér ásamt hinni einu sönnu Orpuh. Með á myndinni er samstarfsmaður Shukla, Swaroop Samant, sem stofnaði fyrirtækið með henni.
mbl.is