Bleikur helgarkokteill sem slær í gegn

Mögulega fallegasti cosmopolitan drykkur sem við höfum séð í langan …
Mögulega fallegasti cosmopolitan drykkur sem við höfum séð í langan tíma. Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hér er drykkur sem fullkomnar konudaginn, áramótin og alla daga þegar þig langar til að gera vel við þig. Hér er klassískur cosmopolitan að hætti Hildar Rutar, sem segir drykkinn renna ljúflega niður. Hún mælir með að skála í fallegum glösum, það geri stemninguna enn betri.

Bleikur helgarkokteill sem slær í gegn

 • 3 cl Cointreau
 • 4 cl vodki
 • 4 cl trönuberjasafi
 • 2 cl safi úr límónu
 • 1 cl sykursíróp (má sleppa)
 • klakar

Aðferð:

 1. Hristið allt vel saman í kokteilhristara með nóg af klaka.
 2. Hellið í gegnum sigti í fallegt glas.

Sykursíróp

 • 200 g sykur
 • 200 ml vatn

Aðferð:

 1. Blandið saman vatni og sykri í pott.
 2. Bræðið sykurinn á vægum hita og hrærið þar til hann leysist upp. Kælið. Tekur nokkrar mínútur.
 3. Ég helli sykursírópinu í flösku með tappa og geymi í ísskáp. Það geymist í um mánuð.
Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is