Nýjasta æðið á eftir að tröllríða heimsbyggðinni

Ljósmynd/My Drink Bomb

Það er komið – nýjasta trendið sem heimurinn á ekki eftir að halda vatni yfir. Við erum að tala um arftaka baðbombunnar: KOKTEILBOMBU.

Við erum að tala um kúlur sem þú setur út í gos, bætir áfengi (eða ekki) og himnarnir opnast... eða þannig.

Fastlega má búast við að landinn eigi eftir að ærast yfir þessari nýjung og við bíðum spennt eftir að sjá þær hér á landi.

Ljósmynd/My Drink Bomb
Ljósmynd/My Drink Bomb
mbl.is