Íslenskir smáframleiðendur kynna vörur sínar í Krónunni

Ljósmynd/Samtök smáframleiðenda

Gróskan í matvælaframleiðslu hér á landi er mikil og fjöldi smárra framleiðenda leynist víða um land. Það er hins vegar ekki hlaupið að því að nálgast þessar vörur og því hafa Samtök smáframleiðenda í samstarfi við Krónuna sett á laggirnar markað þar sem smáframleiðendur geta boðið vörur sínar til sölu.

Ferlið við að koma vöru í verslanir getur verið flókið og fyrir litla framleiðendur fer oft lítið sem ekkert fjármagn í markaðsstarf. Því er um að ræða mikilvægan vettvang fyrir smáframleiðendur til að koma vöru sinni fá framfæri. Slíkt tækifæri er líka mikilvægt fyrir neytendur því um er að ræða mjög vandaðar vörur sem búið er að leggja mikinn metnað og vinnu í enda yfirleitt um ástríðumikil frumkvöðlaverkefni að ræða.

Í febrúar er markaðurinn staðsettur í Krónunni í Mosfellsbæ og Krónunni í Flatahrauni í Hafnarfirði.

Ljósmynd/Samtök smáframleiðenda
Ljósmynd/Samtök smáframleiðenda
Ljósmynd/Samtök smáframleiðenda
Ljósmynd/Samtök smáframleiðenda
Ljósmynd/Samtök smáframleiðenda
Ljósmynd/Samtök smáframleiðenda
mbl.is