Konudagskakan sem sprengir alla skala

Ljósmynd/Hagkaup

Við elskum kökur og sérstaklega þegar búnar eru til kökur sem þessar sem eru sérstaklega fyrir konudaginn  sem er á morgun (sunnudag) fyrir þá sem ekki vita.

Hjá Hagkaup hefur skapast sú hefð að frumsýna tertu í tilefni dagsins og við leyfum okkur að fullyrða að kakan í ár verði seint toppuð. Við erum að tala um rjómasúkkulaðimousse á ristuðum kókos- og möndlumjölsbotni með mjúka karamellufyllingu með vanillu á milli, þunnan Sacher-botn og þykkt karamellusúkkulaði með muldum kexbitum. Að endingu er kakan svo hjúpuð með súkkulaði-ganas.

Verðið er svo gríðarlega spennandi en kakan kostar 2.999 krónur fyrir stykkið.

mbl.is