Nýr borðbúnaður frá Georg Jensen

Nýr borðbúnaður lítur dagsins ljós frá Georg Jensen.
Nýr borðbúnaður lítur dagsins ljós frá Georg Jensen. Mbl.is/© Georg Jensen

Georg Jensen færir okkur glæsilegan og nútímalegan borðbúnað sem aldrei fyrr.

Það þarf vart að kynna danska framleiðandann Georg Jensen, sem hannar klassískar og tímalausar vörur fyrir heimilið. En fyrirtækið kynnti á dögunum nýjar borðbúnaðarvörur sem sækja innblástur í vinsælu vörulínurnar þeirra Sky og Bernadotte, þar sem ný glös, diskar og framreiðsludiskar lenda á borðum.

Þetta er alveg nýr og spennandi kafli fyrir Georg Jensen sem hefur til þessa verið með áherslu á hnífapör, salatáhöld, servíettuhringi og þess háttar. En Sky og Bernadotte eru einar af mest seldu vörulínum þeirra, svo að viðbæturnar lofa góðu. Nýjungarnar má nota hversdags eða við hátíðlegri tilefni, þar sem vörurnar endurspegla fegurð og gæði í gegn. Vörurnar verða fáanlegar í verslunum og á netinu frá og með apríl nk.

Fallegar línur - stílhreint og lekkert.
Fallegar línur - stílhreint og lekkert. Mbl.is/© Georg Jensen
Mbl.is/© Georg Jensen
Mbl.is/© Georg Jensen
mbl.is